Skip to content

1.439 fyrirtæki fengið greiðslufrest

Lánveitendur hafa, á umliðnum vikum, tekið á móti 1.664 umsóknum um greiðslufresti á lánum fyrirtækja á grundvelli samkomulags lánveitenda um tímabundna greiðslufresti vegna heimsfaraldurs Covid-19. Af þeim hafa um 90% þegar verið afgreiddar.

1.439 fyrirtæki hafa fengið greiðslufrestun samþykkta sem eru 96,2% afgreiddra umsókna. Einungis 57 fyrirtæki hafa ekki uppfyllt skilyrði samkomulags lánveitenda um tímabundna greiðslufresti eða 3,8%.

Um 90% fyrirtækjanna teljast til örfyrirtækja og lítilla fyrirtækja.

Sjá nánari upplýsingar um samkomulag lánveitenda um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja sem undirritað var þann 22.mars 2020.

Deila færslu