Í könnun sem Maskína framkvæmdi nýlega fyrir Samtök fjármálafyrirtækja var, ungt fólk á aldrinum 18 – 30 ára, spurt um reynslu og viðhorf til fjármála og fjármálalæsis. Níu af hverjum tíu aðspurðra hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og átta af hverjum tíu hafa fengið fræðslu frá foreldrum eða forráðamönnum.
Tæplega helmingur á sitt eigið húsnæði
Í könnuninni var komið víða við og munu SFF kynna frekari niðurstöður á næstunni. Um helmingur svarenda eiga sitt eigið húsnæði. Þá má jafnframt sjá af niðurstöðunni að hátt hlutfall þeirra virðist hafa nýtt sér viðbótarlífeyrissparnað til húsnæðiskaupa.
11% svarenda hafa tekið smálán
Fleira áhugavert kemur fram í svörum unga fólksins. Má þar t.d. nefna að 11% hafa tekið smálán og 67% hafa tekið langtímalán s.s. húsnæðislán, bílalán, lán vegna náms osfrv.
Hér fyrir neðan má sjá hluta af niðurstöðum könnunarinnar: