Skip to content

Appelsínugul viðvörun vegna svika

Ástæða er til að vara sérstaklega við svikahrinu þessa dagana. Á síðasta sólarhring hefur verið óvenju mikið um svikatilraunir og er ástæða til að biðja fólk að vera sérstaklega á varðbergi.

Svikin ganga þannig fyrir sig að einstaklingar fá sms í tengslum við væntanlegar sendingar. Þessar sms sendingar geta verið mjög trúverðugar. Fólk er beðið um slá inn símanúmer, sem svikararnir síðan nýta til að komast inn í netbanka / öpp viðkomandi.

Þeir sem hafa treyst á slík sms hafa veitt þessum svikurum aðgengi að bankaupplýsingum sínum með rafrænum skilríkjum. Afar mikilvægt er að hringja þegar í neyðarþjónustu hjá sínum banka og láta loka bæði appi og kortum. Öryggisþjónustur bankanna hafa á síðasta sólarhring náð að loka svikasíðu, en í kjölfarið verða nýjar stofnaðar og svikatilraunir halda áfram. Oft hefur fólk verið beðið um kortaupplýsingar en núna er beðið um símanúmer.

Þá er vert að brýna fyrir viðskiptavinum bankanna að vera alltaf á varðbergi þegar það notar rafræn skilríki.

Hér að neðan má sjá hvernig slíkar sendingar geta litið út.

Fólk er beðið um að setja inn tracking númer á pakka sem það á von á:

Það svo látið staðfesta kostnað:

Fólk fyllir svo út allar upplýsingar um sig þ.m.t. símanúmer:

Tölvuþrjótar nota svo símanúmerið og slá það inn í netbanka öpp bankanna og fólk fær rafræna auðkenningu með rafrænu skilríki um að innskráningu í App sem það samþykkir.
Þegar þrjótarnir eru komnir inn í öppin þá hafa þeir aðganga að fjármálum viðkomandi aðila.

En glugginn hér fyrir neðan er hafður á skjánum og þá geta þeir sent eins margar auðkenningabeiðnir og þeim sýnist gegnum rafræn skilríki og fólk klukkar þau í gegn án þess að lesa hvað stendur.

Deila færslu