Evrópsku bankasamtökin gáfu í dag út árlega skýrslu um bankastarfsemi í Evrópu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að evrópskir bankar hafi stigið frekari skref í átt að kostnaðarhagræðingu og aukinni skilvirkni. Fækkun útibúa og stöðugilda hefur haldið áfram samhliða aukinni áherslu á stafrænar lausnir. Í skýrslunni er einnig farið yfir áhrif heimsfaraldursins á bankageirann og þær aðgerðir sem gripið var til við að takmarka neikvæð áhrif faraldursins.
Hér má nálgast fréttatilkynningu samtakanna vegna útgáfunnar.
Hér má nálgast útgáfuna í heild sinni.