Skip to content

AUÐKENNISNÚMER LÖGAÐILA

Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli nýjum kröfum um verðbréfaviðskipti  sem taka gildi við upphaf næsta árs. Samkvæmt þeim er lögaðilum gert að sækja sér svokallaða LEI-auðkenningu (e. Legal Entity Identification ) áður en þeir stunda ákveðin verðbréfaviðskipti. Kröfurnar eru gerðar af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Nánar má lesa um málið hér en SFF hvetja lögaðila sem eiga í viðskiptum með fjármálagerninga að útvega sé LEI-auðkenni tímanlega og snúa sér til fjármálafyrirtækja ef þeir óska eftir frekari upplýsingum.

Deila færslu