Skip to content

BIRNA EINARSDÓTTIR NÝR FORMAÐUR STJÓRNAR SFF

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var kjörin formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Birna tekur við af Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, en hann hefur gegnt stjórnarformennsku undanfarin tvö ár.

Jafnframt var ný stjórn samtakanna kosin til næstu tveggja ára á fundinum. Stjórnina skipa þau Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, Sigurður Atli Jónsson,  forstjóri Kviku, Sigurður Viðarsson, forstjóri TM og  Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Austurlands auk Birnu stjórnarformanns.

Deila færslu