Skip to content

Breytingar á innskráningu í heimabanka og öpp

Nýjar reglur Seðlabanka Íslands nr. 1220/2021, um sterka auðkenningu viðskiptavina, tóku gildi þann 1. maí 2022. Reglurnar hafa áhrif á innskráningu í bankaöpp og netbanka. Reglurnar hafa líka áhrif á það hvernig þú staðfestir kortagreiðslur þegar verslað er á netinu.

Nýjar reglur um greiðsluþjónustu fela í sér að framvegis þarf sterka auðkenningu við staðfestingu á greiðslum á netinu og í appi eða netbanka.

Krafan um sterka auðkenningu er hluti af Evróputilskipun um greiðsluþjónustu sem nefnist PSD2. Tilskipunin var  innleidd á Íslandi með lögum um greiðsluþjónustu nr. 114/2021. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar og krafan um sterka auðkenningu er hluti af þeim. Krafan tók gildi hér á landi 1. maí síðastliðinn og eru allir bankar og sparisjóðir að vinna að því að uppfylla nýju reglurnar.

Smelltu hér til að lesa nánar um sterka auðkenningu og hvaða áhrif þetta hefur á þig

Deila færslu