Nýverið fjallaði stjórn SFF um tillögu stýrihóps vottunar fjámálaráðgjafa um að fella niður formlegar kröfur um endurmenntun til þess að vottaðir fjármálaráðgjafar geti endurnýjað vottun sína. Stjórn SFF féllst á tillögu stýrihópsins um breytt fyrirkomulag.
Þau sem hafa lokið námi til vottunar fjármálaráðgjafa, og staðist próf til vottunar, munu áfram halda vottun sinni í fjármálaráðgjöf. Endurmenntun vottaðra fjármálaráðgjafa verður framvegis á hendi hvers fyrirtækis og hluti af fræðslustarfi þess.