ÍV sjóðir og Byggðastofnun hafa gerst aðilar að samkomulagi lánveitenda um tímbundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs Covid-19. Samkomulagið er hluti viðbragða fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum Covid-19 en með því eru lánveitendur að styðja við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Aðilar samkomulagsins telja mikilvægt að veita fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir þær er faraldurinn leiðir af sér.
Markmið samkomulagsins er að sem flest fyrirtæki geti komist hratt í skjól með einföldum hætti.
Aðilar samkomulagsins eru nú; Arion banki, Byggðastofnun, Íslandsbanki, ÍV sjóðir, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir.