Rafrænn fundur: Glíman við Covid-19

Fundinum verður streymt en ef þú skráir þig sendum við þér tengil og áminningu fyrir fundinn. Í kjölfar fundarins munum við jafnframt senda þér tengil á upptöku af fundinum ásamt ársriti SFF.

Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir rafrænum fundi um glímuna við hin efnahagslegu áhrif
heimsfaraldurs Covid-19. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 15.00 – 16.30.

Ávörp flytja þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Björk Einarsdóttir,
formaður stjórnar SFF og Dr. Christian Ossig, framkvæmdastjóri Þýsku bankasamtakanna og
formaður framkvæmdastjórnar Evrópsku bankasamtakanna.

Að ávörpum loknum verður pallborð þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka og Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum í Arion banka, verða meðal þátttakenda. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, stýrir pallborði.

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrir fundinum.