Skip to content

Elvar Orri Hreinsson til SFF

Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í upplýsingamiðlun og greiningum hjá SFF. Elvar er með BSc. gráðu í viðskiptafræði og MSc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Þá er hann einnig löggiltur verðbréfamiðlari.
Elvar starfaði hjá Íslandsbanka frá árinu 2012, lengst af í greiningardeild bankans. Þar leiddi hann m.a. útgáfur Íslandsbanka sem fjölluðu um húsnæðismarkaðinn, sjávarútveginn, rekstur sveitarfélaganna og íslenska ferðaþjónustu við góðan orðstír. Þá sat hann einnig í stjórn starfsmannafélags Íslandsbanka á síðastliðnu ári.
Elvar hefur þegar hafið störf og bjóða Samtök fjármálafyrirtækja hann velkominn til starfa.

Deila færslu