Skip to content

FASTEIGNARÁÐSTEFNAN 2016

Fasteignaráðsstefnan 2016 verður haldin í Hörpu þann 25. febrúar nk. Um er að ræða einstakan viðburð á innlendum fasteignamarkaði þar sem saman koma lánveitendur, fjárfestar, fasteignasölur, byggingarverktakar, arkitektar, leigufélög, lífeyrissjóðir, opinberar stofnanir og aðrir hagsmunaaðilar á fasteignamarkaðnum.

Aðalstyrktaraðili Fasteignaráðstefnunnar 2016 er Arion banki, en Samtök fjármálafyrirtækja er einn af fjölmörgum öðrum samstarfsaðilum ráðstefnunnar.

Veittur er tímabundinn 30% afsláttur af miðaverði til 5. febrúar 2016. Skráning fer fram á heimasíðu ráðstefnunnar en þar ma einnig nálgast dagskrá auk frekari upplýsinga. Einnig má skrá sig á með því að senda tölvupóst á sala@fasteignaradstefnan.is.

Deila færslu