Skip to content

Fjármálalæsi á menntadegi atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar í Hörpu. Dagskráin er helguð læsi í víðum skilningi og er fjármálaæsi þar meðtalið. Þetta er í sjötta sinn sem haldið er upp á Menntadaginn en auk Samtaka fjármálafyrirtækja standa að honum Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Boðið verður upp á fjölda áhugaverðra fyrirlestra á fundinum og tvær málstofur, en SFF vekja sérstaka athygli á erindi Ómars Arnars Magnússonar, kennara og verkefnastjóra í Hagaskóla. Ómar mun fjalla um fjármálalæsi ungmenna en hann hefur átt í nánu samstarfi við Fjármálavit – sem er fjármálalæsiverkefni SFF. Ómar þróaði til að mynda spurningaleik sem byggir á þekkingarramma Efnahags – og framfararstofnunarinnar um fjármálalæsi sem Samtök fjármálafyrirtækja nota í undankeppni milli grunnskóla hér á landi í Evrópukeppninni í fjármálalæsi sem fram fer ár hvert.

Nánari upplýsingar um menntadaginn og skráningu þátttöku má finna hér.

Deila færslu