Fimmtudaginn 16. maí útskrifuðust 18 starfsmenn aðildarfélaga SFF úr vottunarnámi fjármálaráðgjafa Þetta er í áttunda sinn sem fjármálaráðgjafar hljóta vottun. Nú hafa hátt í 300 starfsmenn í einstaklingsráðgjöf banka og sparisjóða lokið námi til vottunar fjármálaráðgjafa.
Markmið vottunarinnar er að samræma þær kröfur sem eru gerðar til fjármálaráðgjafa og tryggja að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi. Verkefnið á sér norska fyrirmynd en slíkt vottunarferli hefur verið að ryðja sér til rúms í nágrannalöndunum á undanförnum árum. Að vottunarnáminu standa Samtök fjármálafyrirtækja, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Myndirnar frá útskriftarathöfninni eru aðgengilegar hér á Facebook-síðu SFF.