Skip to content

FRÆÐSLUMÁL INNAN ÓLÍKRA FYRIRTÆKJA

SFF stendur ásamt öðrum hagsmunasamtökum Húss atvinnulífsins fyrir árlegri fundaröð um menntamál. Fyrsti morgunfundur vetrararins fer fram miðvikudaginn 27. september. Á fundinum verða meðal annars kynntar niðurstöður nýrrar menntakönnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins um umfang menntunar og fræðslu innan ólíkra fyrirtækja. Að auki munu fundargestir fá innsýn í hvernig þessum málum er háttað hjá þremur ólíkum fyrirtækjum, sem öll fara sína leið í menntun og fræðslu síns starfsfólks. Eitt þessara fyrirtækja er Sjóvá, sem er eitt af aðildarfélögum SFF, og mun Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri fyrirtækisins, fjalla um hvernig er staðið að málum þar á bæ. Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá má finna hér.

Deila færslu