Skip to content

Vottun fjármálaráðgjafa

Frá því að vottun fjármálaráðgjafa hófst árið 2011 hafa hátt í 300 starfsmenn banka og sparisjóði lokið námi til vottunar

Boðið hefur verið uppá vottun fjármálaráðgjafa og undirbúningsnám síðan árið 2011 en þá var undirritaður samningur milli Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja, Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og stjórnvalda þar um. Verkefnið er í eigu og umsjón SFF og er unnið að norskri fyrirmynd.

Markmið verkefnisins

  • Samræma þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem sinna fjármálaráðgjöf til einstaklinga
  • Tryggja að fjármálaráðgjafar búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi
  • Mæta auknum kröfum viðskiptavina
  • Auka gæði þeirrar fjármálaráðgjafar sem viðskiptavinum er veitt

Leiðin að vottun
Til að hljóta vottun þarf einstaklingur að standast próf og/eða verkefni í tilteknum þáttum sem liggja til grundvallar í fjármálaráðgjöf til einstaklinga. Boðið er uppá tveggja anna undirbúningsnám þar sem farið er ítarlega yfir hvert og eitt viðfangsefni. Starfsfólki viðskiptabanka er heimilt að skrá sig í námið að fengnu samþykki yfirmanns og sækja um inngöngu í námið hjá sínu fjármálafyrirtæki. 

Umsækjendum er ekki skylt að sækja fullt undirbúningsnám en er skylt að sitja þann hluta námsins sem snýr að siðfræði og ráðgjafafærni og fellur undir fagþekkingu vottunar. Námsmat byggir á prófum, verkefnum og raunfærniviðtölum. Sjá nánar um umgjörð, skipulag og prófefnislýsingu undir nánari upplýsingar hér til hliðar á síðunni. 

Endurmenntun
Vottaðir fjármálaráðgjafar viðhalda færni sinni í samræmi við kröfur þess fyrirtækis sem starfað er hjá. Ekki eru formlegar kröfur um endurmenntun. 

Menntun og fræðsla