Vottun tryggingaráðgjafa
Tryggingaskólinn hefur verið rekinn við góðan orðstír í tæplega 60 ár og útskrifað á annað þúsund nemendur

Vottun tryggingaráðgjafa byggir á sérhæfðu trygginganámi sem SFF heldur utan um í samstarfi við íslensk vátryggingafélög sem aðilar eru að samtökunum og Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík.
Tryggingaskólinn á sér tæplega sextíu ára farsæla sögu. Árið 2014 var skipulagi skólans breytt og tekið upp sérstakt nám til vottunar í tryggingaráðgjöf í samstarfi við Opna háskólann.
Námið tekur mið af starfsumhverfi tryggingafélaga s.s. væntingum og réttindum neytenda, lagaumhverfi og kröfum eftirlitsaðila. Boðið er uppá námið annað hvert ár.
Markmið Tryggingaskólans
- Samræma kröfur til tryggingaráðgjafa
- Auka áreiðanleika ráðgjafar með þjálfun í ráðgjafafærni
- Auka þekkingu starfsfólks á laga- og viðskiptaumhverfi
- Efla persónulega hæfni