Alþjóðlegt samstarf um skattaupplýsingar

Ísland hefur ásamt 51 öðru ríki innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) skuldbundið sig til að innleiða nýjan alþjóðlegan staðal um upplýsingaskipti á fjárhagsupplýsingum..
Staðallinn, Common Reporting Standard (CRS), felur í sér víðtæk skipti á upplýsingum sem tengjast skattaupplýsingum reikninga, m.a. um stöðu þeirra og raunverulega eigendur. Markmiðið er að stöðva glæpastarfsemi sem tengist skattundanskotum og takast á við skattsvik. Upplýsingaskiptin hefjast 2017 vegna fjármagnstekna á árinu 2016.
Fjármálafyrirtæki eru upplýsingaskyld samkvæmt staðlinum og munu því frá og með 1. janúar 2016 þurfa að auðkenna og aðgreina reikningshafa og raunverulega eigendur sem skattskyldir eru í erlendum ríkjum og senda tilteknar skattaupplýsingar til ríkisskattstjóra frá og með 1. janúar 2017.
Nánari upplýsingar um CRS má finna hér á vef ríkisskattstjóra..