SFF styrkja Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
06. maí 2013

Gujón og Birgir staðfesta samninginn.
Í dag skrifuðu SFF undir samning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um 10 milljón króna styrk til slökkviliðsins. Er þetta annað árið í röð sem SFF styrkja starf slökkviliðsins. Með styrknum vilja SFF styðja við starf slökkviliðsins þegar kemur að björgun verðmæta frá vatnsskemmdum í eldsvoðum og við bráðaútköll vegna vatnstjóna. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF, undirrituðu samninginn í dag í höfuðstöðvum slökkviliðsins