Skip to content

Fróðleg ársskýrsla Samtaka evrópskra tryggingafélaga

Ársskýrsla Samtaka evrópskra tryggingafélaga (Insurance Europe) 2022-2023 er komin út. Insurance Europe eru heildarsamtök vátryggjenda í Evrópu sem Samtök fjármálafyrirtækja og systursamtök okkar í Evrópu eiga aðild að.

Í skýrslunni er farið yfir helstu áskoranir og verkefni í starfsemi samtakanna og evrópskra tryggingarfélaga á liðnu starfsári svo sem stríðið í Úkraínu, grænu málin, skýrsluskil og upplýsingagjöf, DEISolvency II reviewIRRD tilskipunina, samkeppnishæfni evrópskra vátryggingafélaga utan Evrópu vegna lagalegra krafna um fjármagnsskipan, dreifingu vátrygginga, DORA tilskipunina, gervigreind í vátryggingastarfsemi ásamt ýmsum öðrum fróðleik.

Skýrsluna má lesa hér.

Deila færslu