Skip to content

Fyrsta rafræna þinglýsingin

Helstu kröfuhafar hafa undirritað yfirlýsingu sem felur í sér samþykki þeirra sem síðari veðhafa vegna skilmálabreytinga sem kveða á um frestun greiðslna á skuldum einstaklinga eða fyrirtækja og samþykktar eru á tímabilinu 16. mars 2020 – 1. september 2020.

Var yfirlýsingin lausn til einföldunar á flóknu undirritunar- og þinglýsingarferli sem hefði þurft að koma til við að veita fyrirtækjum og heimilum frestun greiðslna á lánum þeirra vegna Covid-19. Rúmlega 6.000 fyrirtæki og heimili hafa þegar fengið frestun greiðslna á lánum sínum og því ljóst að ávinningurinn af yfirlýsingunni er umtalsverður og til þess fallinn að einfalda ferlið til muna.

Þá er yfirlýsingin söguleg að því leytinu til að hún er fyrsta skjalið sem þinglýst er með rafrænum hætti á Íslandi.

Yfirlýsinguna í heild má nálgast hér:

Yfirlýsing um samþykki síðari veðhafa vegna Covid-19

Deila færslu