Skip to content

HAGFRÆÐINGUR SFF Á MORGUNVAKTINNI

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Í viðtalinu ræddi Óðinn Jónsson, stjórnandi þáttarins, við Yngva um þær breytingar sem gerðar hafa verið á regluverki fjármálafyrirtækja hér heima og erlendis á undanförnum árum. Þá ræddu þeir um stöðu íslenska fjármálakerfisins og framtíðarhorfur. Fram kom í máli Yngva að minni vanskil eru í íslenska bankakerfinu en í mörgum nágrannalöndum. Núverandi bankakerfi er nokkuð traust eftir að búið er að hreinsa efnahagsreikning bankanna með afskriftum lána og skilja frá alþjóðlega áhættu. En til lengri tíma litið þarf þetta lokaða bankakerfi betri aðgang að erlendu lánsfé til að þjóna stærri viðskiptavinum með erlenda starfsemi.

Hægt er að hlýða á viðtalið hér.

Deila færslu