Helstu verkefni
- Nefnd um innleiðingu á MIFID II og MiFIR – Starfssvið: Að vinna drög að lagafrumvarpi og reglugerðum til innleiðingar á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (2014/65/ESB) ásamt meðfylgjandi reglugerðum, sér í lagi reglugerð um markaði fyrir fjármálagerninga (600/2014/ESB).
- Nefnd um greiðsluþjónustu á innri markaðnum (Payment Services Directive (PSD2))– Starfssvið: Að rýna tilskipun Evrópusambandsins (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum (Payment Services Directive (PSD2)) og vinna frumvarp til innleiðingar á tilskipuninni.
- Hátternisreglur á sviði persónuverndar (GDPR) – Á vettvangi SFF stendur ný yfir vinna við gerð hátternisreglna á sviði persónuverndar fyrir fjármálafyrirtæki annars vegar og vátryggingafélög hins vegar. Löggjafinn hvetur til gerð slíkra reglna í 40. gr. persónuverndarreglugerðarinnar en þar kemur fram að slíkar reglur fari til Persónuverndar til samþykktar, sbr. 9. tölulið, 4. mgr. 39. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (PVL.).
- Nefnd um breytingar á lögum um verðbréfasjóði (Ucits V og Omnibus I) – Hlutverk nefndarinnar er að vinna að breytingum á lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
- Nefnd um innleiðingu BRRD – skilameðferð fjármálafyrirtækis – löggjöf um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Innleiðing á tilskipun 2014/59/EU sem tók gildi í ESB í ársbyrjun 2015. Tilskipunin var tekin upp í EES rétt á árinu 2019. Hluti tilskipunarinnar var innleiddur með breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki árið 2018, lög nr. 54/2018. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til innleiðingar á meginefni tilskipunarinnar, mál 361, 150 löggjafarþing 2019 – 2020. Frumvarpið var unnið að nefnd á vegum fjármálaráðuneytis. SFF átti fulltrúa í nefndinni.
- Nefnd um innleiðingu DGS – Innstæðutryggingar – Ný löggjöf um innstæðutryggingar. Ný tilskipun tók gildi á ESB í ársbyrjun 2015, sjá Directive 2014/49/EU. Meginatriði tilskipunarinnar eru eftirfarandi:
- a) Skýrar er kveðið á um hvaða innstæður skulu njóta tryggingarverndar,
- b) lögfest hámark á bótagreiðslum við 100.000 evrur og
- c) aðildarríkjum er gert skylt að byggja upp tryggingasjóði að tilteknu lágmarki.
- Tilskipunin var tekin í EES rétt árinu 2019. Nefnd hefur verið starfandi með hléum undanfarin ár til að vinna að frumvarpi til laga til innleiðingar á efni tilskipunarinnar. Yngvi Örn Kristinsson hefur verið fulltrúi SFF í nefndinni. Þrátt fyrir að efnisatriði tilskipunarinnar hafi ekki verið innleidd að fullu eða ný heildstæð lög samþykkt hafa verið gerðar ýmsar breytingar á núverandi löggjöf um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta til samræmis við hina nýju tilskipun. Þannig var ákvæðum gildandi laga varðandi hvaða innstæður eru tryggðar og með hvaða hætti iðgjöld eru greidd til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta breytt á árinu 2011 og nú er áformað að breyta hámarki bótagreiðslna með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (mál 361, 150 löggjafarþing 2019 – 2020).
- SWIFT: Samskiptakerfi fjármálastofnanna og fyrirtækja fyrir stöðluð og örugg fyrirmæli um allar tegundir bankaviðskipta. Fjármálastofnanir sem gerast notendur að SWIFT kerfinu geta einnig orðið hluthafar í fyrirtækinu. Markmiðið var að koma á sameiginlegri alþjóðlegri gagnavinnslu og samskiptagrunni fyrir alþjóðlegar fjármálastofnanir. Í dag eru eftirtalin fjármálafyrirtæki á Íslandi aðilar að SWIFT: Arion banki hf., Íslandsbanki hf, Kvika banki hf., Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands og einnig kortafyrirtækin Borgun hf. og Valitor hf. Fulltrúar frá þessum aðilum sitja í Lands- og Notendanefnd SWIFT ( National Member and User Group). Þessi nefnd starfar samkvæmt reglum SWIFT. Landsnefnd starfar sem fulltrúi íslenskra SWIFT hluthafa gagnvart SWIFT og er einnig vettvangur fyrir umræður og samstarf með SWIFT. Notendanefnd er samstarfsnefnd íslenskra SWIFT notenda. Umsókn um aðild að SWIFT fer fram í gegnum heimasíðu SWIFT.
- Frekari upplýsingar: swift.com
- Millibankaþjónusta: SFF eru umsjónaraðili samnings um millbankaþjónustu. Samningurinn skilgreinir hvaða þjónustu innlánsstofnanir veita hvor öðrum, hvernig staðið skuli að breytingum á hvaða þjónusta er veitt gagnkvæmt, hvernig staðið skuli að innheimtu afgreiðslugjalda, hvernig heimila skuli nýja greiðslumiðla og hvernig staðið skuli að inngöngu nýrra aðila í samstarfið. Nýjasti millibankasamningur er frá 29. ágúst 2013 (linkur). Samstarfið er byggt á undanþágu frá Samkeppniseftirliti frá 1. mars 2013 (linkur)
- European Payments Council (EPC): SFF eiga aðild að European Payment Council (EPC) sem eru alþjóðleg Samtök um 75 aðila sem aðallega eru bankar eða samtök banka í Evrópu. Hlutverk EPC er að stuðla að stuðla að samþættingu og þróun öruggrar greiðslumiðlunar í Evrópu. EPC stendur m.a. fyrir SEPA verkefninu (Single Euro Payments Area) sem miðar að því að gera greiðslumiðlun með evrur yfir landamæri innan Evrópu skilvirka og ódýra. Þótt SEPA snúist um greiðslur í evrum hafa bankar utan evrusvæðis einnig tekið þátt í verkefninu til að tryggja örugga greiðslumiðlun með evrur á öllu EES-svæðinu auk Sviss.
Netöryggisnefnd: Það hefur ávallt verið forgangsverkefni íslenskra fjármálafyrirtækja að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. SFF hafa í þessu skyni sett saman gátlista með helstu atriðum sem hafa ber í huga til þess að vernda aðgangsupplýsingar. Með því að hafa þessi atriði ávallt í huga getur þú hjálpað okkur að tryggja öryggi fjármuna þinna. SFF eiga einnig aðkomu að netöryggisfundi þar sem að málefni líðandi stundar og áskoranir við að tryggja öryggi viðskiptavina fjármálafyrirtækja eru rædd hverju sinni.
- Viðhengd skjöl: Gátlisti
- Frekari upplýsingar: netoryggi.is
FATCA Ísland er aðili að samningi við Bandaríkin um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana. Samningurinn er í samræmi við svokölluð FATCA lög (Foreign Account Tax Compliance Act) sem samþykkt voru í Bandaríkjunum á árinu 2010. Samkvæmt lögunum og samningnum ber íslenskum fjármálafyrirtækjum að standa skil árlega á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila. Upplýsingaskiptin fara fram með milligöngu ríkisskattstjóra. Standi fjármálastofnanir ekki við upplýsingaskyldu sína eiga þær á hættu á að lagður verði 30% afdráttarskattur á greiðslur til þeirra sem eiga uppruna í Bandaríkjunum.
- Viðhengd skjöl: https://sff.is/sites/default/files/tharft_thu_ad_skila_skattframtali_i_bna.pdf
- Common Reporting Standard (CRS) er samræmdur staðall um upplýsingaskipti á fjárhagsupplýsingum sem Ísland hefur verið aðili að frá 2016. Markmiðið með staðlinum er að koma í veg fyrir skattundanskot. Íslensk fjármálafyrirtæki eru upplýsingaskyld samkvæmt staðlinum þurfa að auðkenna og aðgreina reikningshafa og raunverulega eigendur sem skattskyldir eru í erlendum ríkjum fyrir utan Bandaríki Norður Ameríku og senda þær upplýsingar til Skattsins.
- Peningaþvætti SFF hafa tekið saman upplýsingablöð þar sem áhrif laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru útlistuð.
- Viðhengd skjöl:
- Áhrif á lögaðila: https://sff.is/sites/default/files/aml4_l_is.pdf
- Áhrif á einstaklinga: https://sff.is/sites/default/files/aml4_e_is.pdf
- Viðhengd skjöl:
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vistar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
- Úrskurðarnefnd um vátryggingamál fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélaga.
- Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vistar Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, en nefndin fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir (t.d. viðskiptabanka eða sparisjóð og lífeyrissjóði), verðbréfafyrirtæki, eða dótturfyrirtæki þessara fjármálafyrirtækja. Einnig fjallar nefndin um ágreining um yfirfærslur á milli viðskiptareikninga milli landa.