Skip to content

Greiðslumiðlun

SFF halda utan um nokkra þætti greiðslumiðlunar hér á landi

Millibankaþjónusta
SFF eru umsjónaraðili samnings um millbankaþjónustu. Samningurinn skilgreinir hvaða þjónustu innlánsstofnanir veita hvor öðrum, hvernig staðið skuli að breytingum á hvaða þjónusta er veitt gagnkvæmt, hvernig staðið skuli að innheimtu afgreiðslugjalda, hvernig heimila skuli nýja greiðslumiðla og hvernig staðið skuli að inngöngu nýrra aðila í samstarfið. Nýjasti millibankasamningur er frá 29. ágúst 2013. Samstarfið er byggt á undanþágu frá Samkeppniseftirliti frá 1. mars 2013.

European Payments Council (EPC) 
SFF eiga aðild að European Payment Council (EPC) sem eru alþjóðleg Samtök um 75 aðila sem aðallega eru bankar eða samtök banka í Evrópu. Hlutverk EPC er að stuðla að stuðla að samþættingu og þróun öruggrar greiðslumiðlunar í Evrópu. EPC stendur m.a. fyrir SEPA verkefninu (Single Euro Payments Area) sem miðar að því að gera greiðslumiðlun með evrur yfir landamæri innan Evrópu skilvirka og ódýra. Þótt SEPA snúist um greiðslur í evrum hafa bankar utan evrusvæðis einnig tekið þátt í verkefninu til að tryggja örugga greiðslumiðlun með evrur á öllu EES-svæðinu auk Sviss.

SWIFT
Samskiptakerfi fjármálastofnanna og fyrirtækja fyrir stöðluð og örugg fyrirmæli um allar tegundir bankaviðskipta. Fjármálastofnanir sem gerast notendur að SWIFT kerfinu geta einnig orðið hluthafar í fyrirtækinu. Markmiðið var að koma á sameiginlegri alþjóðlegri gagnavinnslu og samskiptagrunni fyrir alþjóðlegar fjármálastofnanir. Í dag eru eftirtalin fjármálafyrirtæki á Íslandi aðilar að SWIFT: Arion banki hf., Íslandsbanki hf, Kvika banki hf., Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands og einnig kortafyrirtækin Borgun hf. og Valitor hf. Fulltrúar frá þessum aðilum sitja í Lands- og Notendanefnd SWIFT  ( National Member and User Group). Þessi nefnd starfar samkvæmt reglum SWIFT. Landsnefnd starfar sem fulltrúi íslenskra SWIFT hluthafa gagnvart SWIFT og er einnig vettvangur fyrir umræður og samstarf með SWIFT. Notendanefnd er samstarfsnefnd íslenskra SWIFT notenda. Umsókn um aðild að SWIFT fer fram í gegnum heimasíðu SWIFT.