Skip to content

Öryggi í fjármálaþjónustu

SFF koma að öryggi í fjármálaþjónustu með ýmsum hætti og er netöryggisnefnd starfandi á vettvangi samtakanna

Öryggi viðskiptavina hefur ávallt verið forgangsverkefni íslenskra fjármálafyrirtækja. Hafa ber í huga að óprúttnir aðilar eru sífellt að leita leiða til komast yfir annarra fjármuni á ólögmætan hátt. Því þurfa SFF, fjármálafyrirtækin sjálf og lögregluyfirvöld stöðugt að vera vakandi og fylgjast með þróun þessara mála og auka öryggi í eigin kerfum og starfsaðferðum.

Gátlisti – aðgangsupplýsingar
SFF hafa í þessu skyni sett saman gátlista með helstu atriðum sem hafa ber í huga til þess að vernda aðgangsupplýsingar. Með því að hafa þessi atriði ávallt í huga getur þú hjálpað okkur að tryggja öryggi fjármuna þinna.  

Netöryggisnefnd
Öryggi í viðskiptum er ekki eingöngu mál einstaka fyrirtækja og tölvuþrjótar reyna ekki eingöngu að brjóta á einu fyrirtæki eða viðskiptavinum þeirra. Því er mikilvægt að fyrirtæki geti deilt aðferðum netglæpamanna hvor með öðrum til að styrkja varnir sínar gagnvart þeim. Í því skyni er starfandi netöryggisnefnd á vettvangi SFF. Nefndi starfar á grundvelli undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu – Ákvörðun nr.34/2016.