Skip to content

HÖSKULDUR KJÖRINN STJÓRNARFORMAÐUR

Höskuldur H. Ólafsson, var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Húsi atvinulífsins fyrr í dag. Höskuldur tók við formennsku af Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka, sem hefur gengt stjórnarformennsku undanfarin tvö ár.

Jafnframt var ný stjórn samtakanna kosin á fundinum til næstu tveggja ára. Stjórnina skipa auk Höskuldar þau Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, Birna Einarsdóttir, Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, Valdimar Ármann, forstjóri Gamma, Vilhjálmur Pálsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Austurlands og Þórleifur Stefán Björnsson,  framkvæmdastjóri T-Plús.

Deila færslu