Skip to content

Hver er framtíð reiðufjár?

Ráðstefnan Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu sem haldin var af Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku var í senn fróðleg og vel sótt en um hundrað gestir voru á ráðstefnunni.

Á fundinum fór Bengt Nilervall, sérfræðingur hjá Svensk Handel, systursamtökum Samtaka verslunar og þjónustu í Svíþjóð, yfir reynslu Svía af minnkandi reiðufjárnotkun en Svíar hafa þótt leiðandi á þessu sviði.

Gunnars Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, flutti í kjölfarið erindi um hvernig málið horfði við Seðlabankanum. Hjá Gunnari kom meðal annars fram að þeim fjölgaði hratt sem notuðu aldrei reiðufé í viðskiptum og að ekki væri að sjá á könnunum að elsti aldurshópurinn væri eftirbátur þeirra yngri í að draga úr reiðufjárnotkun.

Fjörugar umræður sköpuðust í pallborði sem Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ stýrði. Þar ræddu Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri notkun á reiðufé út frá sjónarhóli fjármálageirans, verslunar og lögregluyfirvalda.

Fjölmiðlar sýndu fundinn nokkurn áhuga. Bengt Nilervall sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir ráðstefnuna að þó verulega hefði dregið úr notkun reiðufjár í Svíþjóð væri ekki sjálfgefið að það myndi hverfa alveg úr notkun.

Rætt var við Lilju Björk, bankastjóra Landsbankans, Bengt Nilervall og Sigríði Björk ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum RÚV og ræddi RÚV í kjölfarið við Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra. Sigríður Björk var einnig tekin tali af Mbl.is.

Þá var Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fundarstjóri á ráðstefnunni, í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, um minnkandi notkun reiðufjár í viðskiptum.

Kynningu Bengt Nilervall má nálgast hér.

Kynningu Gunnars Jakobssonar má nálgast hér.

Við þökkum gestum, fyrirlesurum, þátttakendum í pallborðsumræðunum og öðrum sem komu að ráðstefnunni kærlega fyrir.

Deila færslu