Skip to content

Hver er staðan á rafrænum þinglýsingum?

Hver er staðan á rafrænum þinglýsingum?

Þriðjudaginn 19.janúar kl. 09.00 – 10.30

Taktu daginn frá!

Samtök fjármálafyrirtækja, Ísland.is, Dómsmálaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Þjóðskrá Íslands, Sýslumenn og Fjártækniklasinn standa fyrir rafrænum fundi um rafrænar þinglýsingar á þriðjudaginn þann 19. janúar kl. 09:00 – 10:30.

Rafrænar þinglýsingar eru lykilþáttur í að Ísland verði fremst í flokki í pappírslausum viðskiptum og rafrænni stjórnsýslu. Umræðan um rafrænar þinglýsingar hefur lengi verið til staðar enda mikill ávinningur af þeim fyrir samfélagið.

Á fundinum verður farið yfir stöðuna á verkefninu, hvernig það blasir við fjármálastofnunum og hvaða tækifæri skapast í kjölfar rafrænna þinglýsinga. Einnig verða ræddar hugmyndir um breytingar á löggjöf sem eru nauðsynlegar fyrir rafræn veðskuldabréf.

Dagskrá

Opnunarávarp
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra

Rafrænar þinglýsingar – staða verkefnisins og þróun
Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

Áhrif rafrænna þinglýsinga á fjármálamarkaðinn og næstu skref
Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka

Brautin rudd : Álitaefni í réttarfari og fjármunarétti vegna rafrænna þinglýsinga á veðskuldabréfum
Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands og ráðgjafi stýrihóps um rafrænar þinglýsingar

Fundarstjóri: Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF

Fundinum verður streymt en ef þú skráir þig sendum við þér tengil og áminningu fyrir fundinn.

Smelltu hér eða á hnappinn hér að ofan til að skrá þig

Deila færslu