Niðurstöður liggja fyrir úr kosningu félagsmanna samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) um kjarasamning milli samtaka atvinnulífsins og SSF, sem undirritaður var þriðjudaginn 24. janúar. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til janúarloka 2024.
Kosningaþáttaka var 82,2% og samþykktu 53,5% þeirra sem kusu kjarasamninginn. 43,3% sögðu nei og 3,2% tóku ekki afstöðu.
Hér má nálgast kjarasamninginn
Nánar um kjarasamninga 2022-2024 á vef SA