Skip to content

MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2017

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn í fjórða sinn næst komandi fimmtudag. Samtök fjármálafyrirtækja eru af aðstandendum menntadagsins ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Íslenskan verður í kastljósinu á  Menntadeginum. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku í dag. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir.

Hér má sjá nánari dagskrá og skrá þátttöku.

Deila færslu