Fimmtudaginn 23. mars standa SFF og Nasdaq Iceland fyrir morgunverðarfundi um stöðu verðbréfamarkaðarins á Íslandi í dag. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00.
Á fundinum munu Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku ræða stöðu mála á íslenskum verðbréfamarkaði nú þegar fjármagnshöftum hefur verið aflétt, áhrif tilskipana Evrópusambandsins á þróun mála og hvaða úrbætur þörf er á að ráðast í .
Að loknum erindum þeirra mun Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, stjórna pallborðsumræðum. Við pallborðið sitja þau Daði Kristjánsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, Íris Arna Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur Virðingar, Kolbrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, fer með fundarstjórn.
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér. Nánari dagskrá má finna hér.