Föstudaginn 13. maí standa SFF ásamt Nasdaq Iceland og fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir morgunverðarfundi um úrbætur á verðbréfa- og fjármálamarkaði. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 13. maí og hefst klukkan 8:30.
Á fundinum munu Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, ræða þær úrbætur sem gerðar hafa verið á íslenskum verðbréfamarkaði á undanförnum árum og hvert beri að stefna þegar kemur að áframhaldandi umbótum.
Að loknum erindum þeirra mun Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, stjórna pallborðsumræðum. Þátttakendur verða Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Klappa, Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Arion banka og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá.
Fundurinn stendur til 10:00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.
Hér er hægt að nálgast skýrslu verðbréfahóps SFF um úrbætur á starfsumgjörð íslensks verðbréfamarkaðar.