Skip to content

MORGUNVERÐARFUNDUR UM VEGAKERFIÐ, UMFERÐARÖRYGGI OG SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ

Þriðjudaginn 7. febrúar næst komandi standa Samtök fjármálafyrirtækja ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar fyrir fundi um ástand vegakerfisins, umferðaröryggis og samfélagslegan kostnað. Fundurinn fer fram á Reykjavík Hilton Nordica og hefst hann kl. 8:30 og stendur til 10:00.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, mun ávarpa fundinn en á honum verður meðal annars rætt um áhrifa mikillar fjölgunar ferðamanna og slakt ástand vegakerfisins á umferðaröryggi og kostnað vegna þessa. Á fundinum mun Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu, fara yfir nýjar tölur umferðarslys erlendra ferðamanna í fyrra. Víðir Reynisson, almannavarnafulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi, mun svo ræða um ástand vegakerfisins og áhrif þess á öryggi ferðamanna. Fundurinn endar með pallborðsumræðum. Við pallborðið sitja Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Ólafur Guðmundsson, fulltrúi Eurorap á Íslandi, Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Þorsteinn Þorgeirsson, formaður bílaleigunefndar SAF.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, stjórnar pallborðsumræðum, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, fer með fundarstjórn.

Fundurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Deila færslu