Skip to content

NÝ SKÝRSLA OG RÁÐSTEFNA UM BREYTINGAR Á REGLUVERKI FJÁRMÁLAMARKAÐA

Frá því að fjármálakreppan skall á árið 2008 hefur verið ráðist í viðamiklar umbætur á regluverki fjármálamarkaða á Vesturlöndum og þar með talið á Íslandi. Allar þessar breytingar hafa miðast að því að sníða þá alvarlegu vankanta sem komu í ljós við upphaf og eftirleik fjármálakreppunnar.

Til þess að varpa ljósi á þessar breytingar fengu Samtök fjármálafyrirtækja  Ásgeir Jónsson, forseta hag­fræðideildar Háskóla Íslands, og Jónas Fr. Jónsson, lög­mann, ásamt Yngva Erni Kristinssyni, hagfræðingi SFF, til að ritstýra samantekt um þessar miklu breytingar. Skýrsluna má nálgast hér.

Í tilefni útgáfu skýrslunnar munu SFF standa fyrir ráðstefnu miðvikudaginn 14. september sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan hefst 8:30 og stendur til 10:15. Á ráðstefnunni verður skýrslan kynnt auk þess sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer yfir sýn sína á þróun mála. Ráðstefnan endar með pallborðsumræðum.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

DAGSKRÁ

Setning
Birna Einarsdóttir formaður stjórnar SFF

Hvað hefur breyst?
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og einn höfunda kynnir efni skýrslunnar.

Ávarp fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Pallborðsumræður
Þátttakendur: Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar HÍ, Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Pallborðsumræðum stjórnar Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Deila færslu