Skip to content

Nýr formaður SFF kosinn á aðalfundi

17. apríl sl. var haldinn aðalfundur SFF. Á fundinum lét Lilja B. Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans af störfum sem formaður stjórnar SFF en mun halda áfram í stjórninni.

17. apríl sl. var haldinn aðalfundur SFF. Á fundinum lét Lilja B. Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans af störfum sem formaður stjórnar SFF en mun halda áfram í stjórninni.  Benedikt Gíslason bankastjóri Arionbanka var kjörinn formaður stjórnar í hennar stað. Aðrir stjórnarmenn eru Hermann Björnsson varaformaður,  Jónína Gunnarsdóttir og Stefán Bjarnason.

Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og fór Lilja B. Einarsdóttir yfir helstu atriði í rekstri samtakanna á síðasta ári og helstu áskoranir og  verkefni framundan. Vel var mætt á fundinn eða fyrir um 95% miðað við atkvæðavægi.

Meðfylgjandi eru hér glærur frá fundinum í gær: Glærur

 

Deila færslu