Skip to content

3.300 heimili og 1.035 fyrirtæki fengið greiðslufresti

Fjármálafyrirtæki innan SFF hafa brugðist hratt við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Frá því að samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja var undirritað hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufresti. 1.130 umsóknir hafa þegar verið afgreiddar og hafa 92% fyrirtækja uppfyllt skilyrði samkomulagsins um greiðslufresti eða 1.035 fyrirtæki.

Á liðnum vikum hafa 3.300 heimili fengið greiðslufresti á lánum hjá viðskiptabönkunum og sparisjóðum. Inni í þessum tölum eru ekki greiðslufrestir sem veittir hafa verið hjá öðrum lánveitendum s.s. lífeyrissjóðum og ÍL-sjóði. Um 600 umsóknir um greiðslufresti heimila eru nú til úrvinnslu hjá bönkum og sparisjóðum.

Deila færslu