Að beiðni Seðlabanka Íslands tók SFF á móti sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem vinnur að úttekt á íslensku fjármálakerfi, svokallað FSAP Climate, veturinn 2022-2023 með áætlaðri skýrslugjöf sumarið 2023.
Úttektin er yfirgripsmikil en hluti af henni snýr að Seðlabankanum og eftirliti með fjármálakerfinu og áhættum tengdum loftslagi.
Á fundinn mættu helstu sérfræðingar bankanna á þessu sviði og áttu gott spjall og innlegg við sendinefndina.
Af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mættu Etienne B. Yehoue, (Deputy Division Chief. Strategy and Resource Mangaement Division. Monetary and Capital Markets Departments), Alexis Boher, sérfræðingur fulltrúi sendinefndarinnar sem fer með þennan þátt úttektarinnar og Rym Dimashkieh, ráðgjafi á skrifstofu mannauðsmála hjá AGS.
Á fundinum ræddu þau við sérfræðinga viðskiptabankanna um áhættustýringu með hliðsjón af hættum tengdum loftslagi.