Evrópsku bankasamtökin

SFF eiga aðild að Evrópsku bankasamtökunum (European Banking Federation), sem eru regnhlífarsamtök banka í Evrópu. Skrifstofur EBF eru í Brussel. Aðild að samtökunum er í gegnum landssamtök á bankamarkaði í hverju ríki fyrir sig,
en samtals eiga samtök frá 31 Evrópuríki aðild að EBF.

Samstarfið við EBF gefur SFF færi á að fylgjast með og hafa áhrif á öll helstu málefni sem Evrópusambandið hefur til umfjöllunar um fjármálamarkaðinn á hverjum tíma.  Auk þess er á vettvangi EBF fjallað um  þau málefni sem snerta hinn alþjóðlega fjármálamarkað hverju sinni. Innan EBF er einnig Aðild SFF að EBF hefur skipt sköpum við að byggja upp gagnleg tengsl við bankasamtök annarra Evrópuríkja. Þau hafa reynst mikilvæg við upplýsingaöflun og hagsmunagæslu og stuðlað að öflugri yfirsýn yfir strauma og stefnu á evrópskum fjármálamörkuðum.

Formaður SFF á sæti í stjórn EBF og framkvæmdastjóri í framkvæmdastjórn. Að jafnaði eru tveir stjórnarfundir í EBF á ári, sem formaður og framkvæmdastjóri SFF sækja, auk þess sem framkvæmdastjórn EBF heldur nokkra fundi árlega. Að auki fylgjast SFF með störfum ráðgjafarnefnda EBF á ýmsum sviðum fjármálamarkaðar og hafa tekið virkan þátt í störfum sumra þeirra nefnda. Á vegum ráðgjafarnefndanna er starfandi á sjötta tug vinnuhópa.

Gegnum aðild að EBF felst einnig samstarf við Evrópska seðlabankann sem og aðild að bæði EBIC (European Banking Industry Committee), sem er samstarfsvettvangur allra hagsmunasamtaka á lánamarkaði í Evrópu, og IBFed (International Banking Federation), sem er samstarfsvettvangur bankasamtaka heimsálfanna. Á þeim vettvangi eru rædd stærstu hagsmunamál fjármálamarkaðarins á alþjóðavísu. Þá eiga SFF aðkomu að tæknilegri stýrinefnd
evrópsku bankastaðlanefndarinnar (European Committee on Banking Standards) sem er samstarfsverkefni EBF, Evrópska sparisjóðasambandsins og Evrópska samvinnubankasambandsins.