Samtök evrópskra vátryggjenda

SFF eiga apild að Samtökum evrópskra vátryggjenda, CEA, ásamt 32 öðrum landssamtökum evrópskra vátryggingafélaga og endurtryggingafélaga.

Aðildarfélög CEA eru fulltrúar yfir 5.000 vátrygginga- og endurtryggingafélaga

í Evrópu. CEA fjalla um ýmis málefni sem varða hagsmuni evrópskra vátryggjenda

og eru rödd evrópska vátryggingamarkaðarins út á við. Samtökin láta m.a. stofnunum Evrópusambandsins í té afstöðu vátryggingamarkaðarins til ýmissa málefna sem varða regluverk vátryggingastarfseminnar.

Aðild að CEA gefur SFF færi á að fylgjast með helstu málefnum sem eru til umfjöllunar á vátryggingamarkaðinum í Evrópu á hverjum tíma og taka þátt í þeirri vinnu.

Skrifstofur CEA eru í Brussel. Formaður og framkvæmdastjóri SFF sækja að jafnaði árlegan aðalfund CEA. Á vegum CEA starfar fjöldi ráðgjafarnefnda og starfshópa sem fjalla um afmörkuð málefni sem varða vátryggingamarkaðinn. SFF fylgjast með störfum einstakra nefnda CEA og eiga fulltrúa í starfshópum um ökutækjatryggingar og tölfræðivinnslu.