Skip to content

SFF Á MENNTADEGI ATVINNULÍFSINS

Menntadagur atvinnulífsins var  haldinn  fimmtudaginn 2. febrúar. Þetta er í fjórða skipti sem menntadagurinn er haldinn en að honum standa  SFF ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum atvinnulífsins.

Fyrri hluti menntadagsins fjallaði um stöðu íslenskrar tungu á tímum örrar tæknivæðingar sem einkennist í vaxandi mæli að því að tækjum er stjórnað með skipunum á mætu máli. Fjölmargir ræðumenn ræddu þann vanda að tækin skilja ekki íslensku í dag en til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir.

Haldnar voru þrjár málstofur seinni hluta menntadagsins,. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, ávarpaði þá sem var helguð tækniþróun og breyttum áherslum í menntamálum. Katrín fjallaði um Fjármálavit og lagði áherslu á að ástæðan fyrir að verkefnið hefði gengið vel væri meðal annar sú að verkefnið væri áberandi á þeim stöðum sem unga fólkið eyðir tíma sínum – það er að segja á samfélagsmiðlum.

En Katrín sagði að það dygði ekki eitt og sér. Nauðsynlegt væri að miðla námsefni áfram á hefðbundinn hátt  Að sögn Katrínar mætti rekja velgengni Fjármálavits í grunnskólum landsins til þess að það leysti úr læðingi þann mikla mannauð sem væri að finna í aðildarfélögunum. Það eru starfsmenn aðildarfélaganna sem heimsækja skólanna og miðla námsefninu til nemendanna. Verkefnið hefði því reynst greiður farvegur þar sem að bæði kennarar og starfsfólk aðildarfélaganna hafi miðlað af reynslu sinni til að ná sameiginlegu markmiði: að efla fjármálalæsi.

Deila færslu