Skip to content

SFF auglýsa eftir hagfræðingi

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) leita að metnaðarfullum og framsýnum hagfræðingi. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem reynir á samskiptafærni, miðlun upplýsinga á aðgengilegan hátt og hæfni til að fylgjast með og greina starfsumhverfi fjármálafyrirtækja.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Greiningarvinna og þátttaka í skrifum á skýrslum og ákvörðunum.
 • Frumkvæði að gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni.
 • Söfnun gagna og tölfræðileg úrvinnsla.
 • Miðlun hagfræðilegrar þekkingar við vinnslu og undirbúning mála.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Þátttaka í erlendu samstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í hagfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking á og eða reynsla af fjármálamarkaði er kostur.
 • Þekking á gangverki stjórnsýslu og lagaumhverfis er kostur.
 • Reynsla úr starfi í opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga.
 • Reynsla af greiningarvinnu tengdum fjármálamörkuðum er kostur.
 • Frumkvæði og fagmennska við úrlausn viðfangsefna.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegri samvinnu.
 • Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga á aðgengilegan hátt í ræðu og riti.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og rituðu máli. Þekking á einu Norðurlandamáli kostur

Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. september.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsjón með starfsumsóknum hafa Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).

SFF, Samtök fjármálafyrirtækja eru hagsmunasamtök 24 íslenskra fjármála fyrirækja og vátrygginga félaga. SFF er aðili að samtökum atvinnulífsins. Tilgangur samtakanna er að stuðla að skilvirkri, hagkvæmri, öruggri og samkeppnis hæfri umgjörð fyrir starfsemi aðildarfyrirtækja sinna og efla virka samkeppni, neytendavernd, skilning og almenna þekkingu á hlutverki og starfsemi fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Við leggjum áherslu á gott samtal og góða samvinnu við stjórnvöld, eftirlitsstofnanir, atvinnu líf og ekki síst fólkið í landinu. SFF eru aðilar að Evrópsku bankasamtökunum (EBF) og samtökum evrópska tryggingafélaga (Insurance Europe) ásamt því að vera virk í ýmsum nefndum og starfshópum, innanlands og erlendis.

Deila færslu