Skip to content

SFF-DAGURINN 2017

SFF-dagurinn verður haldinn 9. nóvember næst komandi og hefst klukkan 14:00. Í ár er ráðstefnan helguð fjártækni (e. fintech) og tryggingatækni (e. insurtech). Aðalræðumaður verður Chris Skinner höfundur bókanna Digital Banking og ValueWeb. Skinner er heimsþekktur fyrirlesari og vinsæll álitsgjafi um áhrif stafrænnar tækni á framþróun fjármálageirans.Auk Skinners mun Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Tagplay fjalla um hvaða væntingar stafræna kynslóðin hefur til fjármálaþjónustu og framþróun hennar. Allir velkomnir en mikilvægt er að skrá þátttöku hér en sætaval er takmarkað. Fundinum verður einnig  streymt á Facebook-síðu Samtaka fjármálafyrirtækja. Fundurinn stendur til klukkan 16:00.

Deila færslu