Skip to content

STREYMI FRÁ FJÁRTÆKNIFUNDI Í HÖRPU

Mikil aðsókn er á fundi SFF og Fjártækniklasans um kortlagningu íslenskrar fjártækni í Hörpunni á morgun. Færri komast að en vilja og því ert vert að benda áhugasömum á að fundinum verður streymt. Streymið verður aðgengilegt  á Facebook-síðu SFF og á mbl.is. Fundurinn hefst klukkan 9:00 og stendur til 12:15. Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Markmið fundarins er að greina stöðu fjártækninnar hér á landi  og munu fulltrúar á fjölda íslenskra fyrirtækja sem starfa á ólíkum sviðum fjártækninnar kortlegga um þær miklu breytingar sem eru fram undan í stuttum fyrirlestrum.

Deila færslu