Skip to content

TÆKIFÆRI Í SJÁLFBÆRUM FJÁRFESTINGUM

Fimmtudaginn 20. september 2018 kl. 08:30 bjóða Samtök fjármálafyrirtækja og Mannvit til morgunverðarfundar á Grand Hótel um hver ávinningur sjálfbærra fjárfestinga sé.

Á fundinum munu Neel Strøbæk, framkvæmdastjóri sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Ramboll, Ásgeir Kröyer frá Fossum mörkuðum og Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri markaða Landsbankans og stjórnarformaður Iceland SIF fjalla um fjárhagslegan ávinning sjálfbærni, hvort að slíkar fjárfestingar skapi skilyrði fyrir hagstæðari fjármögnun og fara yfir hver þróunin hefur verið í nágrannalöndunum á undanförnum árum.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00. Allir eru velkomnir en nánari dagskrá og skráningarform má nálgast hér.

Deila færslu