Skip to content

Tom Kirchmaier á morgunverðarfundi um varnir gegn peningaþvætti 17. janúar

Samtök fjármálafyrirtækja, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands ásamt IcelandSIF standa að morgunverðarfundi um varnir gegn peningaþvætti. Fyrirlesari verður Tom Kirchmaier prófessor við Copenhagen Business School (Governance, Regulation, Risk and Compliance).
Fundurinn verður í Veröld, húsi Vigdísar (VHV-023), Brynjólfsgötu 1 þann 17.janúar kl. 8.30 – 10.00. Húsið opnar kl. 8.00 og er boðið uppá léttar veitingar.
Fyrirlesturinn verður á ensku og kynnir Tom hann þannig: „I will be talking at length on Money Laundering. I believe that the current system of ML detection is not fit for purpose, and I will talk about the shortcoming of the current institutional structure, and from there develop prescriptive recommendations on the way forward for Iceland, the Nordics, and generally the global society.“
Fundarstjóri: Þröstur Olaf Sigurjónsson, fræðimaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Deila færslu