Samtökin eru virk í fjölþættu erlendu samstarfi
Alþjóðlegt samstarf er grundvallar þáttur í starfsemi SFF. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa að miklu leyti í alþjóðlegu umhverfi au þess sem starfsumhverfi þeirra byggir að mestu leyti á evrópsku regluverki.
SFF eiga aðild að Evrópsku bankasamtökunum (EBF). Fulltrúar frá SFF sitja m.a. í stjórn og framkvæmdastjórn EBF auk vinnuhóps um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
SFF eiga jafnframt aðild að Evrópsku tryggingasamtökunum (Insurance Europe) og situr fulltrúi SFF m.a. í framkvæmdastjórn Insurance Europe.
Þá eiga SFF aðild að Nordic Future Innovation auk þess sem virkt samstarf er við systursamtök SFF á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.