Skip to content

Samkeppnisréttaráætlun

SFF leggja ríka áherslu á heilbrigða samkeppni á grundvelli jafnræðis á öllum sviðum – SFF leggja sig fram um fylgni við samkeppnislög í starfsemi samtakanna

Samkeppnislög byggja á þeim grunni að virk samkeppni í viðskiptum stuðli að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og hámarki velferð almennings. Samkeppni er þannig talin stuðla að lægra verði, auknum gæðum, betri þjónustu, nýsköpun í vörum og þjónustu og betur reknum og samkeppnishæfari fyrirtækjum. SFF styðja heilbrigða samkeppni í íslensku atvinnulífi neytendum til hagsbóta.

SFF vinna í samræmi við samkeppnisréttaráætlun í allri sinni starfsemi.