Samfélagsleg ábyrgð
Fjármálafyrirtæki og tryggingafélög leggja mikla áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki

Samfélagsleg ábyrgð
Aðildarfyrirtæki SFF leggja mikla áherslu á að sinna hlutverki sínu með samfélagslega ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á virðingu fyrir viðskiptavinum og sömuleiðis fyrir regluverki, stofnunum, umhverfi og samfélagslegum gildum.
ESG viðmið
Aðildarfyrirtæki SFF horfa til umhverfis- og félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS) (e.Environmental, Social and Governance (ESG)) í sinni starfsemi. Sér þess m.a. stað í skýrslum þeirra um ófjárhagslegar upplýsingar og fylgni við ESG viðmið Nasdaq.
Siðferðisviðmið á fjármálamarkaði
Fyrir nokkrum árum samþykktu aðildarfyrirtæki SFF siðferðisviðmið í starfsemi fjármálafyrirtækja sem finna má hér til hliðar undir nánari upplýsingar.