Um SFF

Við erum heildarsamtök íslenskra fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga og málsvari þeirra í málum er varða fjármála- og vátryggingamarkaðinn.  Innan okkar raða eru 25 aðildarfélög sem standa á bak við nær alla fjármálaþjónustu hér á landi og hjá starfa um 3.300 manns.

Við leggjum áherslu á gott samtal og góða samvinnu við stjórnvöld, eftirlitsstofnanir, atvinnulíf og ekki síst fólkið í landinu. Markmið okkar er stuðla að samkeppnishæfum starfsskilyrðum með áherslu á heilbrigt, traust og þjónandi fjármálakerfi.

Við leggjum okkur fram um að auka þekkingu á starfsemi fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga og starfsumhverfi þeirra með gagnaöflun svo við getum lagt áreiðanlegar upplýsingar fram til umræðu. Við leggjum okkur líka fram við að hlusta, fylgjast með og greina það sem betur má fara og gera eitthvað í því.

Við erum virk í alþjóðasamstarfi enda starfa fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög í alþjóðlegu umhverfi og að mestu samkvæmt evrópsku lagaumhverfi. Við erum aðilar að Evrópsku bankasamtökunum (EBF) og Samtökum evrópskra tryggingafélaga (Insurance Europe) og eigum sæti í stjórn, framkvæmdastjórn og hinum ýmsu starfshópum á ólíkum sviðum innan beggja samtaka. Samstarf okkar er einnig mikið við norræn systursamtök okkar sem hittast reglulega.

Fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög eru leiðandi í stafrænum lausnum í sínu þjónustuframboði. Því erum við aðilar að Fjártækniklasanum og Nordic Future Innovation (NFI).

Við erum með skrifstofu í Borgartúni 35 og erum aðilar að Samtökum atvinnulífsins.