Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins 2021
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2021 verður haldinn miðvikudaginn 6. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10:30.
Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu.
Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Í tengslum við daginn er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi málefnum orkuskipta. Nánari dagskrá umhverfismánaðarins má sjá hér fyrir neðan.
Dagskrá umhverfisdagsins 6. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur kaffi og tengslamyndun fyrir fundargesti til kl. 11:00.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.
Hér má skrá sig á Umhverfisdag atvinnulífsins 2021
https://sa.is/frettatengt/skraning-hafin-a-umhverfisdag-atvinnulifsins-2021
Dagskrá
Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Setning
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Orkuskipti – Leiðin fram á við
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
Orkuskipti Bílaleigu Akureyrar
Jón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Hölds ehf.
Orkuskipti í sjávarútvegi
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum SFS
Vistvænni mannvirkjagerð
Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.
Fjármögnun orkuskipta – tækifærin og áskoranir frá sjónarhóli banka
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Íslandsbanka
Í pallborðsumræðum taka þátt:
Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærni KPMG
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur Ph.D. VSÓ og dósent við Háskóla Íslands
Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins:
Forseti Íslands afhendir viðurkenningu
fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.
Kaffi og tengslamyndun
Umhverfismánuður atvinnulífsins
Í tengslum við Umhverfisdaginn er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan í áhorf á fróðlega umræðuþætti þvert á atvinnugreinar. Þættirnir eru sýndir í októbermánuði þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:00 – 10:30 í Sjónvarpi atvinnulífsins á netinu og Facebook live.
Samorka Hvernig hleður landinn?
Fimmtudaginn 30.september 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-hvernig-hledur-landinn
SAF Framtíðin í flugi? Orkuskipti í flugi
Þriðjudaginn 5.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-framtidin-i-flugi-orkuskipti-i-flugi
SFS Orkuskipti í fiskiskipum, hvað þarf til?
Fimmtudaginn 7.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-orkuskipti-i-fiskiskipum-hvad-tharf-til
SAF Keflavíkurflugvöllur, orkuskipti og innviðauppbygging
Þriðjudaginn 12.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-keflavikurflugvollur-orkuskipti-og-innvidauppbygging
SVÞ Orkuskipti í landflutningum
Fimmtudaginn 14.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-orkuskipti-i-landflutningum
SFF Græn fjármál
Þriðjudaginn 19.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-graen-fjarmal
SAF Orkuskipti á Kili
Fimmtudaginn 21.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-orkuskipti-a-kili
Samál Álklasinn og tækifæri í loftslagsmálum
Þriðjudaginn 26.október 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-alklasinn-og-taekifaeri-i-loftslagsmalum
SVÞ Byko – Hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum Fimmtudaginn 2.nóvember 10:00 – 10:30
Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-byko-hlutverk-byggingarvoruverslunar-i-umhverfismalum